Innlent

Bretar hafa áhuga á varnarsamstarfi

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands segir að Bretar hafi áhuga á samstarfi um varnir Íslands, meðal annars með þátttöku í loftrýmiseftirliti við landið. Geir Haarde forsætisráðherra átti fund með Gordon Brown í morgun.

Fjórar franskar herflugvélar koma til lands þann fimmta næsta mánaðar og hefja þar með loftrýmiseftirlit grannríkja við Ísland. Með þeim kom 150 manns. Búið er að semja við Norðmenn og Dana um slíkt eftirlit, verið að semja við Kanadamenn og eftir fund Gordons Brown forsætisráðherra Bretlands og Geirs Haarde forsætisráðherra Íslands hefjast viðræður embættismanna um sams konar aðkomu Breta.

Flug rússneskra sprengjuflugvéla umhverfis Íslands og að ströndum Bretlands hafa beint athygli ríkja Atlantshafsbandalagsins að Norður-Atlantshafinu á ný.

Á fundinum í morgun ræddu Geir og Brown einnig um hugsanlega aðkomu Breta og annarra að aðgerðum vegna yfirstandandi kreppu í peningamálum, hvalveiðar og deiluna um yfirráð yfir sjávarbotninum á Hatton Rockall svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.