Lífið

Skímó í Reykjavík eftir tveggja ára hlé

Stuðsveitin Skítamórall leikur á Nasa á laugardag, og er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem sveitin spilar í Reykjavík. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu, því Veðurguðinn Ingó og X-Faktor stjarnan Jógvan slást í hópinn. Skítamórall var að hefja starfsárið og hefur nú undanfarnar helgar leikið á Akureyri og Selfossi. Á báðum stöðum var húsfyllir og góður rómur gerður að leik sveitarinnar. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér lagið " Allt fyrir peninginn" sem er ádeila á neysluglaða íslendinginn sem finnur ekki peningana sína. Heyra má lagið á Myspace síðu sveitarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.