Innlent

Sparkaði í gegnum rúðu á Selfossi

Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimahúsi á Selfossi í nótt en þar hafði maður sparkað í gegnum rúðu. Að sögn lögreglu skarst í odda milli manna sem þar sátu að sumbli með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn, sem er tvítugur, skarst á fæti og á síðu og var fluttur á slysadeild. Nóttin var annars róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Einn fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar og þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×