Innlent

Átta stútar í borginni

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þrátt fyrir að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Óvenju margir voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur, eða átta ökumenn.

Á Suðurnesjum var einnig tiltölulega rólegt og var einn tekinn ölvaður undir stýri. Þá varð óhapp á Reykjanesbrautinni þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni þannig að hún hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.

Lögreglumenn sem mættu á svæðið sögðu að í nótt hafi myndast krapi á veginum í kjölfar halgléls þannig að flughált var um tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×