Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Breki Logason skrifar 21. júlí 2008 13:07 Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07