Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Breki Logason skrifar 21. júlí 2008 13:07 Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07