Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Breki Logason skrifar 21. júlí 2008 13:07 Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07