Skemmdarvargar ráðast að Vodafone - myndband Breki Logason skrifar 21. júlí 2008 13:07 Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Öryggismyndavél við skiltagerðina Ferró á Langholtsvegi náði í síðustu viku myndum af skemmdarvörgum sem rifu niður skilti á húsinu. Piltur og stúlka virðast koma út úr strætisvagni og ganga rakleiðis að skiltinu, sem er úr nýrri herferð Vodafone, og hefjast handa við að rífa það niður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segist eiga bágt með að trúa að þarna séu samkeppnisaðilarnir að verki. „Nei það held ég nú ekki. Ég vona að þeir séu ekki að eyða tíma sínum í þetta," segir Hrannar og hlær þegar hann er spurður hvort samkeppnin á farsímamarkaði hafi náð nýjum hæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skilti úr herferðinni, Skítt með kerfið, er rifið niður. Vísir sagði frá því fyrir skömmu þegar nokkur skilti úr sömu herferð voru tekin niður. Þar var fagmannlega staðið að verki. Svo fagmannlega að grunur beindist að hreinsunardeild borgarinnar. Svo var þó ekki. „Við tilkynntum þetta til lögreglu en það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skilti eru rifin niður hjá okkur. Þetta var hinsvegar sérstakt að því leytinu til að þau virðast koma út úr strætó eingöngu til þess að eyðileggja skiltið," segir Sjöfn Sverrisdóttir eigandi Ferró. Auglýsingin var einungis búin að vera uppi í þrjá tíma en önnur auglýsing var sett upp strax daginn eftir. „Það er mjög þreytandi að skemmdir séu unnar á skiltum hjá okkur. Það er rándýrt að prenta, græja og þrífa skilti sem hafa verið skemmd." Hrannar segir að herferðin hafi hinsvegar vakið mikla athygli, á því sé enginn vafi. „Viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og það er enginn vafi í því að herferðin hefur hitt í mark." Ef einhver býr yfir upplýsingum um hverjir það eru sem sjást á myndbandinu má sá hinn sami senda póst á netfangið ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Ekki skemmdarverk á strætóskýlum Undanfarna daga hafa fjölmargir vegfarrendur haft samband við AFA JCDecaux sem annast auglýsingaskiltin á strætóskýlum borgarinnar. Hafa þeir látið vita um skemmdarverk á skiltunum þar sem búið er að líma veggspöld með slagorðinu Skítt með kerfið yfir aðrar auglýsingar. 9. júlí 2008 15:07