Innlent

Drengurinn ekki í lífshættu

Drengurinn sem lenti umferðarslysi á bílastæðinu við Bónus á Akureyri er nýkominn úr rannsókn og er í aðgerð vegna beinbrots, að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Enn sem komið er, er ekkert sem bendir til þess að drengurinn sé í lífshættu.

Það var skömmu eftir klukkan eitt í dag sem lögreglan á Akureyri fékk tilkynningu um að fimm ára drengur hefði orðið fyrir bíl þegar að hann hljóp á bílastæðinu á milli tveggja bíla og út á aksturslínuna.

Hann var fluttur samstundis með sjúkrabíl á slysadeild.












Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×