Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 24. september 2008 11:41 Jórunn Ósk Frímannsdóttir Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði. Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði.
Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01
Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28