Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 24. september 2008 11:41 Jórunn Ósk Frímannsdóttir Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði. Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði.
Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01
Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28