Íslenski boltinn

FH lagði ÍA

Mynd/Stefán Karlsson

FH-ingar hafa fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 2-0 baráttusigur á ÍA í kvöld. Sigur heimamanna var verðskuldaður, en ekki auðveldur frekar en búast mátti við gegn hörðum Skagamönnum.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur þó ekkert mark hafi litið dagsins ljós, en varnarjaxlinn Dario Cingel fór þá mikinn í vörn Skagamanna og hélt þeim á floti.

FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Davíð Þór Viðarsson náði loksins að brjóta ísinn fyrir heimamenn þegar hann skoraði á 75. mínútu. Skömmu síðar höfðu Skagamenn átt skot í stöng FH-inga.

Það var svo varamaðurinn Matthías Guðmundsson sem innsiglaði sigur Hafnfirðinga á 90. mínútu eftir glæsilegan undirbúning nafna síns Vilhjálmssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×