Innlent

Skip á kolmunnaveiðum fann töluvert af síld

Skip, sem var á leið á kolmunnaveiðar í nótt, fann töluvert af síld úr Norsk- íslenska stofninum, um það bil 70 sjómílur suð austur af landinu.

Lóðaði þar á síld á nokkru svæði og þykir þetta lofa góðu um göngu stofnsins inn í íslensku efnahagslögsöguna þegar líður á sumarið.

Það er mikið hagsmunamál fyrir íslenska sjómenn og útvegsmenn, því eftir því sem meira af þessari síld gengur inn í lögsögunna, er hægt að krefjast meiri kvóta úr stofninum, en Noðrmenn veiða meirihluta kvótans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×