Innlent

Um tíu króna hækkun á eldsneyti á viku

Bensín hækkaði enn í verði í gær, nú um þrjár krónur á lítrann. Á einni viku hefur það því hækkað um röskar níu krónur og dísilolían um röskar ellefu krónur.

Í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð kostar bensínlítrinn nú tæpar 162 krónur nú tæpar 162 krónur. Dísilolían hækkaði líka í gær, um heilar fimm krónur, og er lítrinn kominn í tæpar 177 krónur. Ríkið heldur því áfram að hagnast sem aldrei fyrr á virðisaukaskattinum.

Og fleiri græða því gróði Norska Statoil olíuvinnslufyrirtækisins nam 250 milljörðum íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi, 40 prósentum meira en fyrir ári, og norska ríkið hagnast sem aldrei fyrr af sköttum af félaginu.

Viðsnúningur er ekki í sjónmáli, heimsmarkaðsverðið hækkar nær daglega og gamla kempan Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, spáði í gær enn frekari hækkunum á komandi vikum og mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×