Ekki á móti því að skoða alla fleti eftirlaunalaga 15. maí 2008 11:10 Eftirlaunalögin eru meingölluð og verið er að skoða alla fleti þeirra sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi í dag þegar hún var innt eftir því hvort þingmenn Samfylkingarinnar hygust ekki styðja frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um eftirlaunalögin.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, gerði hin umdeildu lög að umtalsefni í óundibúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Sagði hann lögin sett í óþökk þjóðarinnar og minnti hann á eindregna yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, formanns Samfylkinarinnar, um að Samfylkingin myndi beita sér fyrir breytingu laganna.Ögmundur sagðist hafa fagnað frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt hefði verið fram í haust en meðflutningsmenn hennar kæmu úr Samfylkingunni. Spurði Ögmundur hvort Samfylkingin myndi styðja frumvarp Valgerðar sem kvæði á um afnám laganna.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra minnti á að allir flokkar hefðu komið að frumvarpinu en þegar atkvæði hefðu verið greidd um það hefðu þingmenn Vinstri - grænna og flestir þingmenn Samfylkingarinnar ekki stutt það. Hún sagðist hafa lýst því yfir að hún myndi beita sér fyrir breytingum á lögunum og kveðið væri á um breytingar í stjórnarsáttmála. Unnið væri að málinu innan ríkisstjórnarinnar. Um frumvarp Valgerðar sagði utanríkisráðherra að það kvæði ekki á um afnám laganna heldur breytingar. Hún teldi mikilvægt að ná samstöðu um málið á þingi.Vinna sér mun hraðar inn eftirlaunaréttindiÖgmundur kom þá aftur í pontu og sagði ræðu utanríkisráðherra einhverja þá döprustu sem hann hefði heyrt á þingi. Minnti hann á að í frumvarpi Valgerðar væri gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum eftirlaunalaganna sem snertu ávinnslu eftirlaunaréttinda. Ráðherrar áynnu sér sex prósent réttindi á ári, þingmenn þrjú prósent en almennir launamenn um tvö prósent. Krafðist hann þess að frumvarp Valgerðar yrði tekið til umræðu.Ingibjörg Sólrún sagði þá að eftirlaunalögin væru meingölluð og full ástæða væri til að skoða þau og ná samkomulagi um að breyta þeim. Verið væri að fara yfir lögin og hún teldi koma til greina að breyta ávinnsluákvæðunum, ákvæðum um tvöföld laun og sömuleiðis að breyta eftirlaunaaldrinum. Hún vildi einnig skoða hvort breytingarnar næðu til þeirra sem nú þegar tækju tvöföld laun samkvæmt kerfinu. Ekki væri tekið á öllu þessu í frumvarpi Valgerðar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Eftirlaunalögin eru meingölluð og verið er að skoða alla fleti þeirra sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi í dag þegar hún var innt eftir því hvort þingmenn Samfylkingarinnar hygust ekki styðja frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um eftirlaunalögin.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, gerði hin umdeildu lög að umtalsefni í óundibúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Sagði hann lögin sett í óþökk þjóðarinnar og minnti hann á eindregna yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, formanns Samfylkinarinnar, um að Samfylkingin myndi beita sér fyrir breytingu laganna.Ögmundur sagðist hafa fagnað frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt hefði verið fram í haust en meðflutningsmenn hennar kæmu úr Samfylkingunni. Spurði Ögmundur hvort Samfylkingin myndi styðja frumvarp Valgerðar sem kvæði á um afnám laganna.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra minnti á að allir flokkar hefðu komið að frumvarpinu en þegar atkvæði hefðu verið greidd um það hefðu þingmenn Vinstri - grænna og flestir þingmenn Samfylkingarinnar ekki stutt það. Hún sagðist hafa lýst því yfir að hún myndi beita sér fyrir breytingum á lögunum og kveðið væri á um breytingar í stjórnarsáttmála. Unnið væri að málinu innan ríkisstjórnarinnar. Um frumvarp Valgerðar sagði utanríkisráðherra að það kvæði ekki á um afnám laganna heldur breytingar. Hún teldi mikilvægt að ná samstöðu um málið á þingi.Vinna sér mun hraðar inn eftirlaunaréttindiÖgmundur kom þá aftur í pontu og sagði ræðu utanríkisráðherra einhverja þá döprustu sem hann hefði heyrt á þingi. Minnti hann á að í frumvarpi Valgerðar væri gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum eftirlaunalaganna sem snertu ávinnslu eftirlaunaréttinda. Ráðherrar áynnu sér sex prósent réttindi á ári, þingmenn þrjú prósent en almennir launamenn um tvö prósent. Krafðist hann þess að frumvarp Valgerðar yrði tekið til umræðu.Ingibjörg Sólrún sagði þá að eftirlaunalögin væru meingölluð og full ástæða væri til að skoða þau og ná samkomulagi um að breyta þeim. Verið væri að fara yfir lögin og hún teldi koma til greina að breyta ávinnsluákvæðunum, ákvæðum um tvöföld laun og sömuleiðis að breyta eftirlaunaaldrinum. Hún vildi einnig skoða hvort breytingarnar næðu til þeirra sem nú þegar tækju tvöföld laun samkvæmt kerfinu. Ekki væri tekið á öllu þessu í frumvarpi Valgerðar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira