Innlent

Bakkavör tapaði fyrir Bakkavör í Hæstarétti

Lýður og Ágúst Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör árið 1986.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör árið 1986.

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri heimilt að bera það nafn. Það var Bakkavör Group hf. sem dró félagið fyrir dóm þar sem þess var krafist að dómur viðurkenndi að Eignarhaldsfélaginu Bakkavör hf. væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í atvinnustarfssemi sinni, hvort sem væri á bréfhausum, í kynningum, á heimasíðu sinni eða á annan sambærilegan hátt.

Þá vildi Bakkavör Group að félagið afmáði skráningu skráningu á heitinu Bakkavör í hlutafélagaskrá að viðlögðum dagssektum.

Héraðsdómur sýknaði Eignarhaldsfélagið, sem var stofnað árið 2004 til að stunda útleigu og rekstur fasteigna. Bakkavör Group, sem upphaflega var stofnað árið 1986 var dæmt til að greiða málskostnað og þennan dóm staðfesti Hæstiréttur í dag.

Ástæða sýknunnar er sú, samkvæmt dómsorði, að Bakkavör Group hafi höfðað málið eftir að frestur samkvæmt 6. málsgrein laga um einkahlutafélög rann út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×