Innlent

Jakob Frímann segir sig úr nefndum á vegum borgarinnar

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon.

Jakob Frímann Magnússon nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar hefur sagt sig úr menningar- og ferðmálaráði og hverfisráði miðborgar þar sem seta í þeim nefndum er talin geta valdið hagsmunaáreksturm.

Eftir að Jakob Frímann var ráðinn framkvæmdarstjóri miðborgar kom upp gagnrýni á setu hans í þessum nefndum en fyrir nefndarsetu þar átti hann að fá 150.000 krónur á mánuði ofan á þær 710.000 krónur sem hann fær fyrir nýja starfið.

Ólafur F Magnússon borgarstjóri sagði við ráðninguna að skoða ætti hvort Jakob þyrfti að segja sig úr nefndunum. Það hefur hann nú gert.

Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×