Innlent

Heitt vatn að rúmmáli 5.000 Hallgrímskirkna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, gefa um þessar mundir út bækling með ýmsum fróðleiksmolum og er tilefnið 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi. Er þar lögð áhersla á þau bættu lífsgæði sem hitaveitunni fylgja, svo sem heilnæmara andrúmsloft, betur hituð híbýli og betri tækifæri til útivistar auk annars.

Íslendingar nota, að sögn Samorku, 126 milljónir rúmmetra af jarðhitavatni til húshitunar, baða, snjóbræðslu o.s.frv. Þetta vatnsmagn nemur rúmlega 5.200 Hallgrímskirkjum fullum af jarðhitavatni. Fram kemur að tæp 90% landsmanna hiti hús sín með hitaveitu sem byggð er á jarðhita. Flestir aðrir búa við rafmagnshitun en rúm 3% hita hús sín með hitaveitu sem byggist á olíu. Þá eru hér á landi um 165 sundlaugar, þar af 130 sem hitaðar eru með jarðhitavatni.

Ýmsan fróðleik annan er að finna í bæklingi Samorku sem er aðgengilegur á heimasíðu samtakanna, samorka.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×