Innlent

Lögreglan í eltingarleik í Norðlingaholtinu

Það getur komið sér illa ef vegir eru of stuttir í annan endann, eins og ökumaður reyndi í nótt.

Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, sem hafði mælt hann á 123 kílómetra hraða á Breiðholtsbraut. Hann jók hinsvegar hraðann, ók inn í Norðlingaholtið, sveigði þar inn á malarstíg, sem skyndilega endaði við gamlan sumarbústað, og var þá ekki annað að gera en að gefast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×