Innlent

SES mótmælir aldurshámarki í skoðanakönnunum

Salóme Þorkelsdóttir er formaður SES.
Salóme Þorkelsdóttir er formaður SES. MYND/Valli

Stjórn SES, Samtaka eldri sjálfstæðismanna, mótmælir harðlega þeim ákvörðunum fyrirtækja er stunda skoðanakannanir að svipta einstaklinga, 75 ára og eldri, þeim sjálfsögðu mannréttindum að láta í ljósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að í hinu íslenska velferðarþjóðfélagi, þar sem meðalaldur er hvað hæstur í heiminum, sé mikill meirihluti fólks, 75 ára og eldri, vel fyrirkallaður bæði til líkama og sálar. Skorað er á Capacent Gallup og aðra aðila sem annast skoðanakannanir að fella niður að fullu reglur um aldurshámark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×