Innlent

Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum um 1,1 milljón króna

MYND/GVA

Áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum við upphaf skólaárs reyndist ein milljón og sjötíu þúsund krónur samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Þar kemur einnig fram að meðalrekstrarkostnaðurinn hafi verið um 960 þúsund krónur í fyrra og nemur aukningin því nærri tólf prósentum á milli ára. Útreikningarnir byggjast á ársreikningum sveitarfélaga og samkvæmt reglugerð ber Hagstofunni að reikna hann út áður en september er úti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×