Tímaspursmál hvenær bjarga þarf hinum viðskiptabönkunum Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 30. september 2008 15:19 Ragnar Önundarson. Fyrr eða síðar þarf að fara í björgunaraðgerðir vegna hinna viðskiptabankanna líkt og gert var með Glitni í gær. Þetta sagði Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsbanka, þegar Vísir náði tali af honum í gær. Fyrir rúmum þremur árum skrifaði Ragnar fjölda greina í Morgunblaðið þar sem hann varar við því að uppgangurinn í efnahagslífinu sé byggður á veikum grunni. Bólan muni að öllu óbreyttu springa innan fárra ára. Atburðir gærdagsins komu Ragnari því ekki á óvart. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar til bjargar Glitnis, og segir þær gott fyrsta skref. Þær björgunaraðgerðir sem hinir bankarnir þurfi á að halda verði með öðru sniði. „Vandi Glitnis var að sumu leiti öðruvísi en annarra banka. Hann hafði gengið lengra en aðrir bankar í að fjármagna sig með stuttum lánum og endurlána langt, sem er varasamt," segir Ragnar. „Þegar kemur að hinum bönkunum er vandinn öðruvísi, hann liggur meira á eignahlið og meira í óvissu um verðmæti fjárfestinga og lánveitinga, ekki síst erlendis. Þó fjármögnun þeirra banka sé í betra horfi og gefi þeim þannig lengri frest þá kemur að skuldadögunum," segir Ragnar. „Það þarf aðgerðir en líklega öðru vísi aðgerðir til að styðja þá. Það verður vegna útlánatapa og niðurfærsla á fjárfestingum erlendis." Ragnar hefur starfað í bankakerfinu frá árinu 1976, og upplifað fimm efnahagslægðir á því tímabili. Hann segir þetta alvarlegustu lægðina síðan í alheimskreppunni miklu á fjórða áratugnum. „Það gæti tekið fjögur til fimm ár að fara í gegnum þetta, ekki tvö ár eins og sumir vilja meina." segir Ragnar. Hann segir að erfiðleikunum muni fylgja útlánatöp fyrir banka og gjaldþrot heimila og fyrirtækja. „Það er ekki fyrr en húsnæðislánavandinn er leystur í hverju hagkerfi fyrir sig sem einkaneyslan verður aftur eðlileg. Ofmetnar og yfirveðsettar á kjörum sem fjöldinn ræður ekki við er vandamál sem ekki er hægt að fara í kringum." Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Fyrr eða síðar þarf að fara í björgunaraðgerðir vegna hinna viðskiptabankanna líkt og gert var með Glitni í gær. Þetta sagði Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Íslandsbanka, þegar Vísir náði tali af honum í gær. Fyrir rúmum þremur árum skrifaði Ragnar fjölda greina í Morgunblaðið þar sem hann varar við því að uppgangurinn í efnahagslífinu sé byggður á veikum grunni. Bólan muni að öllu óbreyttu springa innan fárra ára. Atburðir gærdagsins komu Ragnari því ekki á óvart. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar til bjargar Glitnis, og segir þær gott fyrsta skref. Þær björgunaraðgerðir sem hinir bankarnir þurfi á að halda verði með öðru sniði. „Vandi Glitnis var að sumu leiti öðruvísi en annarra banka. Hann hafði gengið lengra en aðrir bankar í að fjármagna sig með stuttum lánum og endurlána langt, sem er varasamt," segir Ragnar. „Þegar kemur að hinum bönkunum er vandinn öðruvísi, hann liggur meira á eignahlið og meira í óvissu um verðmæti fjárfestinga og lánveitinga, ekki síst erlendis. Þó fjármögnun þeirra banka sé í betra horfi og gefi þeim þannig lengri frest þá kemur að skuldadögunum," segir Ragnar. „Það þarf aðgerðir en líklega öðru vísi aðgerðir til að styðja þá. Það verður vegna útlánatapa og niðurfærsla á fjárfestingum erlendis." Ragnar hefur starfað í bankakerfinu frá árinu 1976, og upplifað fimm efnahagslægðir á því tímabili. Hann segir þetta alvarlegustu lægðina síðan í alheimskreppunni miklu á fjórða áratugnum. „Það gæti tekið fjögur til fimm ár að fara í gegnum þetta, ekki tvö ár eins og sumir vilja meina." segir Ragnar. Hann segir að erfiðleikunum muni fylgja útlánatöp fyrir banka og gjaldþrot heimila og fyrirtækja. „Það er ekki fyrr en húsnæðislánavandinn er leystur í hverju hagkerfi fyrir sig sem einkaneyslan verður aftur eðlileg. Ofmetnar og yfirveðsettar á kjörum sem fjöldinn ræður ekki við er vandamál sem ekki er hægt að fara í kringum."
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira