Lífið

Safnað fyrir Súperman

Christopher Reeve í hlutverki ofurhetjunnar.
Christopher Reeve í hlutverki ofurhetjunnar.
Aðdáendur ofurmannsins fljúgandi Súperman hafa bjargað húsi einu í Bandaríkjunum þar sem hasarhetjan varð til. Fyrir meira en 70 árum sköpuðu Jerry Siegel og Joe Shuster Súperman í umræddu húsi.

Húsið er í Cleveland í Ohio-fylki og hefur verið í niðurníslu undanfarin ár.

Aðdáendur Súperman hófu söfnun á veraldarvefnum og náðu alls að safna um 100.000 Bandaríkjadölum sem samsvarar rúmum 10 milljónum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.