Innlent

Krónan hefur veikst um fimmtung frá því að hlé var gert á þingi

Efnhagsástandið og ástandið í fjármálakerfinu verður ofarlega á baugi þegar alþingi kemur saman í dag eftir sumarfrí. Frá því þingfundi var frestað í maí síðastliðnum hefur krónan veikst um 20 prósent og þá hefur verðbólgan hækkað um nærri tvö prósentustig.

Gert er ráð fyrir umtalsverðum halla á fjárlögum en fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár verður lagt fram í dag. Þingsetningarathöfn hefst klukkan hálfttvö með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Af því loknu ganga forseti Íslands, biskup, ráðherrar og þingmenn fylktu liði til þinghússins þar sem Forseti Íslands setur þing.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×