Innlent

Geir óttast ekki klofning vegna Evrópustefnu

Geir H. Haarde forsætisráðherra óttast ekki að Sjálfstæðisflokkurinn klofni þegar Evrópumálin verða gerð upp á landsfundi flokksins í janúar. Geir er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar er hann spurður hvort hann óttist klofning við uppgjörið.

Forsætisráðherra neitar því og kveður Sjálfstæðisflokkinn miklu stærri og merkilegri heldur en þessi deila um Evrópusambandið. Hann efast um að margir Sjálfstæðismenn hafi skipað sér í stjórnmálaflokk út frá þessu tiltekna máli. Verði menn ekki sáttir við niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi þá eigi þeir ekki aðra kosti en að ganga til liðs við Vinstri græna og hann hefur litlar áhyggjur af því að margir sjálfstæðismenn rati rakleiðis til Vinstri grænna. Varðandi uppstokkun í ráðherraliði flokksins svarar Geir ekki, en útilokar það þó ekki.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×