Innlent

Keyrði á barn í Breiðholti og stakk af

Um tvöleytið í dag var keyrt yfir fót á barni við Breiðholtsbraut í Breiðholti. Ökumaðurinn stakk af en náðist síðar. Barnið var flutt á slysadeild og telst málið upplýst.

Bíllinn sem var svartur pallbíll var að koma niður Breiðholtsbrautina og beygði inn aðrein rétt fyrir ofan Select. Barnið var að ganga fyrir götuna og varð fóturinn undir bílnum. Stöðvaðist bíllinn en keyrði síðan af stað og stakk af.

Athugull vegfarandi náði niður númerin á bílnum og hafði lögreglan uppi á ökumanninum skömmu síðar. Að sögn lögreglu telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×