Erlent

Neyðarfundur um Simbabve í Sambíu í dag

Forseti Suður-Afríku segir stjórnarkeppu ekki í Simbabve þó úrslit forsetakosninga þar hafi ekki enn verið birt. Neyðarfundur um ástandið þar verður í Sambíu í dag. Mugabe, forseti Simbabve, mætir ekki.

Kosið var um þing og forseta í Simbabve fyrir hálfum mánuði. Stjórnarandstaðan sigraði í þingkosningunum en úrslit í forsetakosningunum hafa enn ekki verð birt. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir sigri en stjórnvöld segja allt benda til að kjósa þurfi aftur milli Roberts Mugabe, forseta, og Morgan Tsvangirai, leiðtoga MDC, stærsta stjórnarandstöðuflokksins.

Stjórnarandstaðan segir fulltrúa sína hafa verið beitta ofbeldi. Stjórnvöld segja andstæðinga sína vilja átök - þannig ætlir þeir að ræna völdum.

Stjórnarandstæðingar eru hvetja til allsherjarverkfalls á þriðjudaginn. Ráðamenn hafa bannað fjöldafundi í höfuðborginni Harare.

Neyðarfundur um ástandið verður haldinn á vettvangi ráðs Suður-Afríkuríkja verður haldinn í Sambíu í dag. Leiðtogar ríkja í suðurhluta álfunnar sitja hann. Tsvangirai verður viðstaddur en Mugabe ekki. Sá síðarnefndi segist hafa öðrum hnöppum að hneppa.

Í morgun átti hann þó fund með Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í Harare. Mbeki fer svo á neyðarfundinn þaðan. Eftir samtal sitt við Mugabe sagði hann enga stjórnarkreppu í Simbabwe. Hann hvatti Simbabvebúa til að sýna stillingu og hafa þolinmæði. Kjörstjórn landsins gæti ein tilkynnt um rétt úrslit.

Tsvangirai geris sér hins vegar vonir um að leiðtogar ríkja í suðurhluta Afríku þvingi Mugabe til að segja af sér eftir fundinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×