Innlent

54 vilja í forstjórastól Landsvirkjunar

Friðrik Sophusson hættir brátt sem forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson hættir brátt sem forstjóri Landsvirkjunar. MYND/Stefán

Fimmtíu og fjórir sækjast eftir því að verða næsti forstjóri Landsvirkjunar en umsóknarfrestur um stöðuna rann út á föstudag. Staðan var auglýst í byrjun september eftir að ljóst varð að Friðrik Sophusson hefði ákveðið að láta af störfum.

Umsóknarfresturinn var til 12. september en var framlengdur til 26. þessa mánaðar. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði við það tilefni að tvær ástæður hefðu verið fyrir því. Annars vegar hefði umsóknarfresturinn verið talinn of stuttur og þá ætti með framlengingunni að undirstrika að ekki væri þegar búið að ráðstafa starfinu eins og ýmsir álitu. Umsækjendum var heitið trúnaði og segir Ingimundur að stjórn Landsvirkjunar reyni að hraða yfirferð umsókna sem kostur er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×