Innlent

Borgarstjóri heimsækir Færeyjar

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri er staddur í Færeyjum í formlegri heimsókn. Þangað fór hann ásamt föruneyti í gærkvöldi og er tilgangur ferðarinnar að rækta vinabæjartengs á milli Reykjavíkur, Nuuk á Grænlandi og Þórsöfn í Færeyjum.

Í för með Ólafi eru þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og Gunnar Eydal skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að hópurinn hafi haldið til til Færeyja gærkvöldi. „Reykjavík, Nuuk og Þórshöfn - hafa um árabil ræktað með sér vinabæjartengsl og hafa borgarstjórar skiptst á heimsóknum milli höfuðborganna þriggja," segir ennfremur.

„Nú er komið að Þórshöfn en tilgangur heimsóknarinnar er meðal annars að funda vegna úthlutunar úr Samstarfssjóði Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar og efla tengslin milli borganna sem að honum standa. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði menningarmála milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum og er úthlutað úr sjóðnum á hverju ári."

Þá segir einnig að í heimsókninni munu borgarstjórarnir funda um sameiginleg málefni bæjarfélaganna og heimsækja ýmsar stofnanir í Þórshöfn. „Þá verður fundur með Johannes Ejdesgaard lögmanns í Færeyjum, Sendiráð Íslands í Þórshöfn verður heimsótt og skoðaðar fornminjarnar í Kirkjubæ. Þriðjudaginn 10. júní verður svo haldinn aðalfundur sjóðstjórnanna og úthlutað úr Samstarfssjóði Nuuk- Reykjavíkur- Þórshafnar."

Hópurinn mun snúa heim föstudaginn 13. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×