Innlent

HS hyggst stækka jarðvarmavirkjun á Reykjanesi

Hitaveita Suðurnesja hefur í hyggju að stækka jarðvarðvarmavirkjun á Reykjanesi í Reykjanesbæ og Grindavík um 50 megavött.

Fyrirtækið hefur nú skilað inn tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum stækkunarinnar. Þar kemur fram að einnig sé ætlunin að byggja 30-40 megavatta virkjun til að vinna orku úr pækli frá háþrýstiskiljum, svokallaða pækilvirkjun, og bæta þannig nýtingu jarðhitavökva.

Ráðgert er að bora fimm til sjö vinnsluholur til öflunar orku auk einnar niðurrennslisholu. Vegna stækkunarinnar þarf að auka sjótöku til kælingar, bora til þess fleiri sjótökuholur og stækka sjótökusvæði, eins og segir á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja.

Allir geta kynnt sér þessa tillögu að matsáætlun og gert við hana athugasemdir en þær þurfa að berast fyrir 27. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×