Innlent

Lokun bankanna ekki á dagskrá

MYND/GVA

Davíð Oddsson seðlabankastjóri neitar því að aðgerðir sem þýða myndu lokun bankanna um helgina hafi verið ákveðnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Davíð segir að þótt þjóðin bíði með óþreyju eftir hughreystingu frá stjórnvöldum sé brýnt að gefa ekkert út nema að það sé fast í hendi. Þá sagði seðlabankastjóri mikilvægt að menn töluðu varlega um efnahagsástandið vegna þess að heilu hagkerfin hristust ef rangar fréttir bærust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×