Innlent

Búist við að bensín- og olíuverð hækki í dag

Gera má ráð fyrir að íslensku olíufélögin hækki verð á bensíni og olíu í dag þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu haldi áfram að hríðfalla á mörkuðum bæði vestan hafs og austan.

Gengislækkun krónunnar étur lækkunina upp og gott betur og liggur frekari hækkun i loftinu sem yrði önnur hækkunin í vikunni. Jafnvel er talað um nokkrar krónur á lítrann. Á mánudag hækkaði dísillítirinn hér á landi um rúmar átta krónur og hefur aldlrei áður hækkað jafn mikið á einum degi.

Í Texas er olíutunnan komin niður í rúma 93 dollara og Brent-olían á markaðinum í London fór niður í 90 dollara nú í morgun. Hvað Brent-olíuna í London varðar kostaði hún 103,5 dollara síðastliðinn mánudag og hefur því lækkað um 13 dollara á einni viku. Er það mesta verðfall á olíunni á einni viku síðan árið 2004.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×