Innlent

Vændiskonu vísað á dyr

Room with a View er í sama húsnæði og Mál og menning.
Room with a View er í sama húsnæði og Mál og menning.

Vændiskonan sem dvalið hefur á hótelinu „Room with a View" að undanförnu er farin þaðan, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra hótelsins.

DV sagði frá hinni grískættuðu Söru Miller í dag. Þar kemur fram að hún starfi sem vændiskona í Danmörku og hafi komið reglulega til Íslands undanfarið til þess að falbjóða líkama sinn.

Árni segir þá mynd sem dregin sé upp af Söru í DV sé verulega úr takt við það hvernig hún hafi komið honum fyrir sjónir. Hún hafi bókað sig inn á hótelið með manninum sínum og engin leið hafi verið að sjá að hún væri í vændi. „Maður hefði haldið að svona stúlkur kæmu einar," sagði Árni í samtali við Vísi.

„Við báðum þau bara að fara sem eðlilegt er í svona aðstæðum," sagði Árni. Hann segir jafnframt að hótelið vilji með engum hætti vera bendlað við vændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×