Innlent

Sama þótt sér sé líkt við fjöldamorðingja

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, kippir sig ekki upp við að vera líkt við fjöldamorðingja.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, birti fyrr í vikunni á heimasíðu sinni mynd sem virðist sýna Guðlaug Þór taka í hönd Moammar Gaddafi, Lýbíuleiðtoga.

Ýmsir hafa gagnrýnt Ögmund fyrir myndbirtingu þar á meðal Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann sagði að myndbirtingin væri fáránleg og barnaleg.

,,Málefnaleg gagnrýni er eðlilegasti hlutur í heimi. Stjórnmálamenn sem kveinka sér undan gagnrýni andstæðinga sinna eiga að hasla sér völl á öðrum vettvangi. Þessi framsetning Ögmundar dæmir sig hins vegar sjálf. Ef Ögmundur Jónasson vill líkja samferðamönnum sínum við fjöldamorðingja þá er það hans mál," segir Guðlaugur Þór í viðtali í Morgunblaðinu í dag.






Tengdar fréttir

Ágúst Ólafur: Fáránlegt og barnalegt af Ögmundi

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Ögmundur Jónasson þingmaður ætti að biðjast afsökunar á því að hafa birt á heimasíðu sinni mynd sem virðist sýna Guðlaug Þór Þórðarson taka í hönd Moammar Gaddafi, Lýbíuleiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×