Innlent

Mannfjöld á borgarafundi á NASA í gær

Frá borgarafundi í Iðnó á dögunum.
Frá borgarafundi í Iðnó á dögunum.

Um það bil sjö hundruð manns mættu á opinn borgarafund, sem haldinn var á NASA í gærkvöldi um ástandið í þjóðfélaginu, og komust ekki fleiri í húsið.

Á fundinum kom meðal annars fram gagnrýni á frammistöðu fjölmiðla við að miðla fréttum af framvindu mála. Fyrirhugað er að næsti fundur verði haldinn í Háskólabíói þangað sem ráðherrum og seðlabankastjórninni verður boðið til að sitja fyrir svörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×