Innlent

Tvö hundruð óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

Tæplega 200 ökumenn óku of hratt í Hvalfjarðargöngunum þegar lögregla var við mælingar á einni viku, frá 10.-17. nóvember.

Alls fóru nærri 16 þúsund ökutæki um göngin á þeim tíma og því óku einungis 1,2 prósent ökumanna of hratt í göngunum. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 kílómetrar á klukkustund en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 99.

Lögregla segir einnig í tilkynningu að hlutfallslega færri hafi ekið hratt frá mánudegi til fimmtudags en um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×