Sport

Minnisleysi kínversks róðrakappa dýrkeypt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keppandi í róðri við æfingar.
Keppandi í róðri við æfingar. Nordic Photos / AFP
Zhang Liang, kínverskur róðrakappni, var dæmdur úr leik á Ólympíuleikunum í Peking í dag þegar hann mætti ekki til leiks.

Liang var þó reiðubúinn að keppa - hann bara hélt að hann væri í þriðja undanriðlinum, ekki þeim öðrum. Sagði hann að um væri slæmu minni að kenna.

Ekki nóg með það að hann var dæmdur úr leik í einni keppnisgrein heldur varð það til þess að hann var einnig dæmdur úr leik í annarri grein sem fer fram síðar á leikunum. Hann þurfti að klára fyrri greinina til að mega taka þátt í þeirri síðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×