Ragna: Ákvað bara að gefa allt - Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar 9. ágúst 2008 03:00 Ragna Ingólfsdóttir. MYND/Vilhelm „Þrátt fyrir allt er ég rosalega ánægð með að hafa komist hingað og það er betra að þetta gerðist núna en á æfingu í gær til að mynda. Það hefði verið skemmtilegra að klára leikinn og sleppa við meiðslin en áhættan er til staðar þegar maður gefur allt í þetta," sagði Ragna Björg Ingólfsdóttir með tárin í augunum þegar Vísir hitti hana fyrir utan badmintonhöllina í Peking í gær. Ragna gat sökum meiðslanna ekki komið á viðtalasvæðið og blaðamaður Vísis varð því að vippa sér inn í bíl til hennar þar sem hún var í nokkru spennufalli. „Hirose spilaði mikið upp á meiðslin mín og sendi stanslaust í hornin sem mér finnst erfitt að fara í. Hún vissi vel hvað hún var að gera. Ég ákvað í annarri lotu að hætta að hugsa um hnéð og gefa bara allt. Þá fór að ganga betur en um leið gerist þetta og það mátti kannski búast við því," sagði Ragna en hún brosti í gegnum tárin og var augsýnilega mjög ánægð með að hafa getað tekið þátt eftir allt saman en hún hefur verið að spila á slitnu krossbandi í tæplega eitt og hálft ár. „Ég hlakka núna til að fara heim og í aðgerð þar sem meiðslin verða löguð.Ég er búin að spila með ákveðna hræðslu í langan tíma. Ég hef verið að hætta á að skemma meira í hnénu í hvert skipti sem ég fer inn á völlinn og er því bara sátt við að halda fætinum. Ég get hreyft allar tær," sagði Ragna og brosti. „Það verður gaman að byrja svo að æfa aftur með hnéð í lagi og þá get ég æft á allt annan og skemmtilegri hátt."VilhelmVilhelmVilhelmVilhelmVilhelm Tengdar fréttir Ragna náði sér ekki á strik Ragna Björg Ingólfsdóttir féll í nótt úr leik í keppni í einliðaleik kvenna í badminton á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikanna í Peking. 8. ágúst 2008 23:45 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
„Þrátt fyrir allt er ég rosalega ánægð með að hafa komist hingað og það er betra að þetta gerðist núna en á æfingu í gær til að mynda. Það hefði verið skemmtilegra að klára leikinn og sleppa við meiðslin en áhættan er til staðar þegar maður gefur allt í þetta," sagði Ragna Björg Ingólfsdóttir með tárin í augunum þegar Vísir hitti hana fyrir utan badmintonhöllina í Peking í gær. Ragna gat sökum meiðslanna ekki komið á viðtalasvæðið og blaðamaður Vísis varð því að vippa sér inn í bíl til hennar þar sem hún var í nokkru spennufalli. „Hirose spilaði mikið upp á meiðslin mín og sendi stanslaust í hornin sem mér finnst erfitt að fara í. Hún vissi vel hvað hún var að gera. Ég ákvað í annarri lotu að hætta að hugsa um hnéð og gefa bara allt. Þá fór að ganga betur en um leið gerist þetta og það mátti kannski búast við því," sagði Ragna en hún brosti í gegnum tárin og var augsýnilega mjög ánægð með að hafa getað tekið þátt eftir allt saman en hún hefur verið að spila á slitnu krossbandi í tæplega eitt og hálft ár. „Ég hlakka núna til að fara heim og í aðgerð þar sem meiðslin verða löguð.Ég er búin að spila með ákveðna hræðslu í langan tíma. Ég hef verið að hætta á að skemma meira í hnénu í hvert skipti sem ég fer inn á völlinn og er því bara sátt við að halda fætinum. Ég get hreyft allar tær," sagði Ragna og brosti. „Það verður gaman að byrja svo að æfa aftur með hnéð í lagi og þá get ég æft á allt annan og skemmtilegri hátt."VilhelmVilhelmVilhelmVilhelmVilhelm
Tengdar fréttir Ragna náði sér ekki á strik Ragna Björg Ingólfsdóttir féll í nótt úr leik í keppni í einliðaleik kvenna í badminton á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikanna í Peking. 8. ágúst 2008 23:45 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Ragna náði sér ekki á strik Ragna Björg Ingólfsdóttir féll í nótt úr leik í keppni í einliðaleik kvenna í badminton á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikanna í Peking. 8. ágúst 2008 23:45