Innlent

Valgerður í gamla framsóknargírnum

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði við Vísi í gærkvöldi að tillaga Björns Bjarnasonar væri vanhugsuð og vandræðagangur einkenndi forystu Sjálfstæðisflokksins.

„Miðað við Björn Bjarnason er þetta sett fram vanhugsað," sagði Valgerður í samtali við Vísi í gærkvöldi og velti fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri að klofna.

Vísir leitaði viðbragða hjá Birni við þessum ummælum Valgerðar en Björn telur hugmynd sína vera betur ígrundaða en hugmyndir Valgerðar fyrir nokkrum árum.

„Valgerður Sverrisdóttir hélt fyrst að ég væri að taka undir með henni og hoppaði þá af kæti, þegar hún sér við umhugsun og athugun, að hugmynd mín var betur ígrunduð en óðagot hennar fyrir nokkrum árum, fer hún í gamla framsóknargírinn," sagði Björn í svari til Vísis.










Tengdar fréttir

Útspil Björns vanhugsað

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir vandræðagang einkenna forystu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Hún segir tillögu Björns Bjarnasonar vanhugsaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×