Innlent

Saving Iceland þiggur ekki krónu frá OR

Frá aðgerðum Saving Iceland sumarið 2007.
Frá aðgerðum Saving Iceland sumarið 2007.

Japp Krater, hjá Saving Iceland, segir í tilkynningu frá samtökunum að þau muni ekki þiggja krónu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að Saving Iceland sem er alþjóðlegur hópur umhverfisverndarsinna hafi hafnað tilboði Orkuveitunnar um styrkveitingu. Blaðið hafði eftir Ástu Þorleifsdóttir, varaformanni stjórnar OR, að hún dáist að hugsjón Saving Iceland samtakanna.

Japp Krater segir að fyrirtækið sé tengt verkefnum í gegnum Reykjavík Energy Invest. ,,REI skrifaði nýlega undir samning um boranir í Jemen, þar sem klúrt Shari'a stjórnarfar ríkir, engir frjálsir fjölmiðlar viðgangast og öryggismiðstöðvar eru viðrinnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsúrskurða. Þessa hegðun fordæmir Saving Iceland. O.R. ætti ekki að gera saminga við nokkra þá sem standa að mannréttindabrotum, hvort sem um er að ræða bókstafstrúar-ríki eða stóriðjufyrirtæki," segir Krater.

Saving Iceland fagna því að Orkuveitan hlusti á gagnrýni sem hafi meðal annnars leitt til þess að hætt hafi verið við byggingu Bitruvirkjunar á Hengilssvæðinu. ,,Samt sem áður er verið að stækka Hellisheiðarvirkjun fyrir álframleiðslu og því ber alls ekki að fagna. Orkuveitan er enn nátengd stóriðjuvæðingu Íslands, svo við getum ekki þegið nokkra krónu frá fyrirtækinu," segir Jaap Krater.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×