Innlent

Lögreglan á Akranesi varar við innbrotsþjófum

Tilkynningar hafa borist lögreglu frá íbúum í einbýlishúsahverfi á Akranesi að hringt hafi verið í heimasíma greinilega í þeim tilgangi einum að kanna hvort íbúar eru heima.

Lögreglan á Akranesi bendir fólki á að gæta varúðar, þar sem um sé að ræða þekkta aðferð innbrotsþjófa til að undirbúa næstu verkefni. Mikið hafi verið um innbrot í hús og sumarbústaði í nágrannasveitarfélögum og sé framangreind aðferð brotamanna þekkt á höfuðborgarsvæðinu og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×