Innlent

Úthafskarfaveiðin brást í júní

Úthafskarfaveiðin á Reykjaneshrygg brást í júní og var aflilnn aðeins þrjú þúsund tonn samanborið við ellefu þúsund tonn í sama mánuði í fyrra.

Íslensku frystitogararnir eru hættir veiðum á svæðinu en um það bil tuttugu erlendir togarar eru þar enn. Við aflabrestinn bætist nær helmingi hærra olíuverð en í fyrra þannig að líklega hefur orðið tap af veiðunum.

Útvegsmenn segja að óljóst sé hvort reynt verði við þessar veiðar næsta vor við álíka aðstæður, en karfavertíðin hefur verið drjúg búbót hjá frystitogaraflotanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×