Innlent

Sektuð og svipt ökurétti í tvö ár fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Suðurlands sektaði í dag konu um 240 þúsund krónur fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og undir áhrifum THC-sýru.

Konan var stöðvuð við Óseyrarbrú í byrjun mars á þessu ári. Fyrir dómi neitaði hún að vera undir áhrifum fíkniefna en játaði að hafa ekið án ökuréttinda. Út frá rannsókn á þvagi konunnar þótti hins vegar komin fram sönnun þess að hún hefði verið undir áhrifum vímuefna.

Konan hafði áður verið dæmd fyrir umferðarlagabrot og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Auk sektarinnar var hún svipt ökuleyfi í tvö ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×