Fótbolti

Lippi tekur aftur við Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marcello Lippi tekur við ítalska landsliðinu á nýjan leik.
Marcello Lippi tekur við ítalska landsliðinu á nýjan leik. Nordic Photos / Getty Images
Marcello Lippi hefur aftur tekið við starfi landsliðsþjálfara á Ítalíu eftir að Roberto Donadoni var rekinn í dag. Þetta staðfesti ítalska knattspyrnusambandið í dag.

Donadoni tók við starfinu af Lippi eftir að sá síðarnefndi gerði Ítalíu að heimsmeisturum í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Liðið náði ekki að fylgja því eftir á EM og féll úr leik í fjórðungsúrslitum keppninnar.

Lippi hefur ekki tekið að sér önnur störf síðan að hann hætti sem landsliðsþjálfari á sínum tíma og segist hann vera afar ánægður með að vera kominn aftur á sinn gamla stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×