Fótbolti

Fabregas: Berum mikla virðingu fyrir Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas kemur inn á fyrir David Villa í kvöld.
Cesc Fabregas kemur inn á fyrir David Villa í kvöld. Nordic Photos / AFP
Cesc Fabregas sagði eftir leik í kvöld að hann byggist við erfiðum úrslitaleik gegn Þýskalandi á sunnudaginn í Vínarborg.

Fabregas átti mjög góða innkomu í leikinn en hann kom inn á sem varamaður fyrir David Villa í fyrri hálfleik. Hann lagði upp tvö marka Spánverja í 3-0 sigri á Rússum í kvöld.

„Þetta er mjög sérstakt kvöld og við erum gríðarlega ánægðir með að vera komnir í úrslitin. Það var alltaf okkar takmark."

„Allir heima á Spáni höfðu mikla trú á okkur og loksins tókst okkur að komast í úrslitaleikinn. Nú vilja þeir eitthvað meira og stærra."

„Ég ber persónulega mikla virðingu fyrir þýska landsliðinu og þeir hafa sýnt að þeir eru með eitt besta lið í heimi. Við vissum vel að þeir gætu komist alla leið í úrslitin og þetta verður mjög erfiður leikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×