Enski boltinn

Veloso orðaður við Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Miguel Veloso.
Miguel Veloso.

Miguel Veloso, miðjumaður Sporting Lissabon, er á óskalista Arsenal. Þessi portúgalski landsliðsmaður er 22 ára og hefur áður verið orðaður við Manchester United.

Arsenal hefur haft samband við umboðsmann Veloso og lýst yfir áhuga. Sagan segir að 23,7 milljón punda boð leysi hann undan samningi við Sporting.

Stórlið á Ítalíu horfa einnig til Veloso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×