Innlent

Hugsanlega þarf að endurskoða reglur um ráðherrabíla

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Gunnar Svavarsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Gunnar Svavarsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segir að hugsanlega þurfi að endurskoða skattareglur um ráðherrabifreiðar. ,,Það má velta fyrir sér hvort að skattareglurnar þurfi að endurskoða en ég hef ekki kynnt mér þær nægjanlega vel svo ég geti sagt nákvæmlega til um það," segir Gunnar.

Ráðherrabifreiðar hafa verið til umfjöllunar á Vísi undanfarna daga. Ráðherrar greiða 2,6 prósent af heildarkostnaði við rekstur bílanna.

Gunnar segir að skilaboð Geirs H. Haarde á 17. júní hafi verið skýr. ,,Fólk þarf að keyra minna og ferðast meira saman. Það hljóta ákveðin skilaboð að felast í því til okkar í ríkisrekstrinum. Huga þarf að sparneytnari ökutækjum, sameinast í ferðum eða keyra minna eins og Geir lagði upp með," segir Gunnar.

,,Markmiðið er markviss ríkisrekstur sem gildir um bílaflota ríkisins eins og allt annað," segir Gunnar sem vill ekki segja til um það hvort að fækka eigi ráðherrabifreiðum. ,,Ráðuneytin þurfa að hagræða í sínum rekstri. Ef ráðuneytin og ríkið geta hagrætt í bílaeign sinni þá er það hlutur sem menn eiga að skoða. Ríkið á að ganga fram með góðu fordæmi og leita leiða hvar er hægt að spara."






















Tengdar fréttir

Borga 2,6 prósent af heildarkostnaði ráðherrabíla

Ráðherrar greiða 2,6 prósent af heildarkostnaði við rekstur ráðherrabifreiða. Ráðherrar greiða skatt af bifreiðahlunnindum sínum og er samanlagur kostnaður þeirra rúmar 2,2 milljónir á ári. Á árunum 1998 til 2003 var meðalkostnaður á ári við rekstur bílanna 82,3 milljónir.

Í lagi að nota ráðherrabíla í eigin þágu

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ráðherrum sé heimilt að nota ráðherrabifreiðar í einkaerindum. ,,Það er alveg ljóst að ráðherrum er heimilt að nota bifreiðar í einkaþágu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×