Lífið

Nýr dómari í American Idol

Kara DioGuardi.
Kara DioGuardi.
Fjórða dómaranum verður bætt við í American Idol í næstu seríu þáttarins. Sú heitir Kara DioGuardi og er lítið þekkt utan tónlistarbransans. Hún starfar sem sönghöfundur og á og rekur útgáfufyrirtækið Arthouse Entertainment, sem meðal annars er með Idol-keppandann David Archuleta á sínum snærum.

DioGuardi hefur einnig samið lög fyrir Kelly Clarkson, Christinu Aguilera, Gwen Stefani, Celine Dion, Faith Hill, Carrie Underwood og Pink svo einhverjir séu nefndir. Árið 2000 samdi hún ofursmell Kylie Minogue Spinning Around ásamt vinkonu sinni til margra ára og meðdómara í Idol, Paulu Abdul.

Hún átti þó engan vegin von á því að vera boðið starf í þættinum. „Þegar ég fékk símtalið hélt ég að þeir hefðu hringt í rangt númer," sagði DioGuardi í viðtali við AP fréttastofuna. Hún bætti við að hún kviði því ekki að taka sæti á meðal frægustu og geðstirðustu dómarasveitar heims. „Ég ætla bara að standa á minni skoðun og vera hreinskilin," sagði DioGuardi. „Ég er nýji krakkinn í hópnum og vona að þau verði góð við mig."

Málin flækjast lítillega með tilkomu fjórða dómarans. Til að mynda eftir að finna út úr því hvernig gert verður út um deilumál þeirra á milli, en hingað til hefur meirihluti ráðið því hverjir komast áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.