Lífið

Vilja banna stóra bíla

Íslenskir auðmenn þyrftu margir hverjir að skipta út bílum sínum ef svipaðar reglur yrðu teknar upp á Íslandi.
Íslenskir auðmenn þyrftu margir hverjir að skipta út bílum sínum ef svipaðar reglur yrðu teknar upp á Íslandi.
Svissneskur stjórnmálaflokkur vill að jeppar, pallbílar og eyðslufrekar lúxuskerrur og sportbílar verði bannaðir. Þeir hafa safnað nægum undirskriftum til að kjósa þurfi um málið.

Flokkur ungra grænna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segjast hafa safnað 120 þúsund undirskriftum. 100 þúsund þarf til að efna þurfi til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið innan 18 mánaða.

Flokkurinn vill að nýjir bílar losi að hámarki 250g af koltvísýringi á kílómetra, og séu ekki þyngri en 2,2 tonn til að draga úr slysahættu fyrir fótgangandi. Hámarkshraði slíkra bílar, sem séu nú þegar á götunni, verði takmakaður í hundrað kílómetra á klukkustund.

„Þetta framtak myndi hægja á hlýnun jarðar, vernda hjólreiðafólk, fótgangandi og börn. Stöðva vígbúnaðarkapphlaupið á götunum. Það drægi úr mengun, og er samt raunhæft," segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.