Erlent

Google þefar uppi barnaperra á netinu

Verkfræðingar Google leitarvélarinnar hafa búið til tölvuforrit sem getur fylgst með og leitað uppi barnaperra á netinu.

Upphaflega var forrit þetta hannað til að stoppa sýningar á myndböndum með höfundarrétti á YouTube vefsíðunni. Google endurhannaði forritið til að létta undir með alþjóðlegri stofnun sem vinnur gegn misnotkun á börnum.

Talsmaður þeirrar stofnunnar segir að þar sem barnaperrar noti nýjustu tækni í glæpsamlegum tilgangi sínum sé nauðsynlegt að þeir sem berjist gegn þeim geri slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×