Erlent

Ákærður vegna hvarfs tíu ára stúlku

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag ákærður í tengslum við hvarf tíu ára gamallar stúlku, Englu Juncosa, í bænum Stjårnsund í Svíþjóð.

Málið hefur vakið mikla athygli en stúlkan hvarf á laugardag þegar hún var á heimleið eftir að hafa verið í fótbolta með vinum sínum. Maðurinn sem kom fyrir dómara í dag, var handtekinn í byrjun vikunnar en sannað þykir að hann var í bænum þegar stúlkan hvarf.

Dómsmálið er flutt á bak við luktar dyr og hafa lögregluyfirvöld lítið vilja gefa upp um rannsókn málsins. Maðurinn, sem grunaður er í málinu, á að baki dóma fyrir kynferðisbrot en hann neitar sök. Leit að stúlkunni hefur enn engan árangur borið og telur lögregla að hún sé látin. Leit að henni heldur áfram og hefur verið víkkuð út og mun standa í viku til viðbótar hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×