Lífið

Duchovny var háður klámi

Það var ekki það að leikarinn David Duchovny væri eins og rófulaus hundur út um allar jarðir sem gerði það að verkum að hann ákvað að leita sér aðstoðar við kynlífsfíkn.

Duchovny skráði sig inn á meðferðarstofnun á dögunum til að ná tökum á vandanum. Fox News hafði það í gær eftir vini leikarans að það sem hefði verið að plaga hann hefði verið klámfíkn. Sú persóna sem Duchovny er hvað þekktastur fyrir að túlka, Fox Mulder í X-files, átti einmitt við sama vandamál að stríða.

Duchovny dvelur enn á meðferðarstofnuninni, og ku heilsast vel.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.