Erlent

Þóttust vera látnir og lifðu af í Mumbai

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverskir sérsveitarmenn á húsþaki í Mumbai í morgun.
Indverskir sérsveitarmenn á húsþaki í Mumbai í morgun. MYND/AFP/Getty Images

Danskur kaupsýslumaður og tveir Þjóðverjar sem með honum voru sluppu lifandi af kaffihúsi við hliðina á Hótel Oberoi í Mumbai með því að liggja á gólfinu og þykjast vera látnir.

Fólkið sat við borð á Kaffi Leopold þegar tveir hryðjuverkamenn komu þar inn og hófu skothríð. Fólk á borðinu við hliðina á borði þeirra var skotið til bana. Daninn og Þjóðverjarnir lögðust niður og hreyfðu hvorki legg né lið. Þannig lágu þau grafkyrr þar til mennirnir fóru út segir Daninn í viðtali við Jótlandspóstinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×